Fara í efni

Leiðangur á Grænlandi

 

 

Verkefni Norlandair eru margvísleg. Kristinn Elvar Gunnarsson flugstjóri og Björn Jóhannesson flugmaður, flugu í vikunni með nokkra vísindamenn upp á Grænlandsjökul. Verkefnið snerist um að fljúga með þá á 5 staði á jöklinum, allir í beinni línu austur af Kangerlussuaq. Vísindamennirnir eru með tæki á þessum stöðum sem mælir skriðhraðann á jöklinum. Yfir veturinn getur snjóað um 1 - 1.5 meter og er því mikilvægt að grafa upp batterí boxin og hækka möstrin á tækjunum svo þau hverfi ekki ofan í jökulinn. 

 

Hér má sjá nokkrar myndir frá leiðangrinum. 

Hér má sjá mastrið á einu af tækjunum.

 

Kristinn Elvar flugstjóri.

 

Vísindamenn að störfum.

 

Batteríið grafið upp.