Fara í efni
Til baka

Loftbrú

Afsláttur

Farþegar sem eiga lögheimili utan höfuðborgarsvæðisins fá 40% afslátt af heildarfargjaldi til og frá Reykjavík sem gildir fyrir 6 flugleggi á ári.

Nánar má lesa um Loftbrú á vef Ísland.is

Bókun Grímsey, Vopnafjörður og Þórshöfn

Farþegar sem búsettir eru í Grímsey, Vopnafirði og Þórshöfn þurfa að:

  1. Sækja afsláttarkóða á loftbru.is
  2. Bóka flug milli Akureyrar og Reykjavíkur hjá Icelandair með afsláttarkóðanum
  3. Sækja nýjan afsláttarkóða á loftbru.is sem er sérstaklega ætlaður fyrir áframhaldandi flug. Þessi kóði birtist bara þegar búið er að bóka flug milli Akureyrar og Reykjavíkur með venjulegum Loftbrúarkóða.
  4. Bóka framhaldsflug með Norlandair innan 24 tíma frá bókun á fyrra flugi.