Fara í efni
Til baka

Farangur & aukafarangur

Farangursheimild

Innritaður farangur

Ein taska er innifalin í öllum flugmiðum. Hún má að hámarki vera:

 • 20 kg að þyngd.
 • 158 cm að umfangi (lengd+breidd+hæð). Að meðtöldu handfangi og hjólum.

Handfarangur

Ein lítil taska er leyfileg í handfarangri, að hámarki.

 • 4 kg að þyngd.

Dæmi um leyfilegan handfarangur er:

 • tölvutaska
 • hliðartaska
 • og sambærilegt

Ekki er pláss fyrir íþróttatöskur eða bakpoka í handfarangri.

Farangur fyrir börn

Sama og fyrir fullorðin farþega en auk þess er leyfilegt að innrita  einn auka hlut, td. barnastól, kerru eða vagn án aukagjalds.

Hámarksþyngd á hlut er 20 kg.

Farangur sem fylgir ungbarni

Ef ferðast er með ungbarn fylgir ein auka taska ( hámarks stærð og þyngd sama og fyrir fullorðin farþega), auk þess er leyfilegt að innrita einn auka hlut, t.d barnastól, kerru eða vagn án aukagjalds.

Hámarksþyngd á hlut er 20 kg.

Aukafarangur

Láta þarf vita fyrirfram ef farþegar ferðast með aukafarangur. Til aukafarangurs telst til dæmis:

 • auka taska
 • skíðabúnaður
 • golfsett
 • kerrur, vagnar og bílstólar ( ef ferðast er með ungbarn fylgir einn hlutur)

Ekki hægt að lofa því að hægt sé að taka aukafarangur með. 

Takmarkanir á farangri

Óheimilt um borð 

Eftirfarandi er óheimilt bæði í innrituðum farangri og handfarangri:

 • Sprengiefni og eldfim efni s.s. gas, málning, áfengir drykkir með yfir 70% vínanda, gas, málning, eldspýtur, kveikjarar, flugeldar ofl.
 • Íðefni og eiturefni s.s. sem sýrur, vökvafylltar rafhlöður, tærandi efni, bleikiefni, slökkvitæki, úðavopn (piparúði ofl), smitefni (blóð, bakteríur, veirur ofl).
 • Rafmagnshlaupahjól eru ekki leyfð um borð þar sem rafhlöðurnar geta skapa íkveikjuhættu

Sjá nánari upplýsingar í skilmálum

 

Óheimilt í handfarangri

Eftirfarandi er óheimilt í handfarangri:

 • Byssur, skotvopn og önnur vopn
 • Oddhvassir hlutir s.s hnífar, skæri, skrúfjárn,tangir, skíðastafir, skautar og aðrir oddhvassir hlutir sem geta valdið skaða
 • Bitlaus áhöld s.s kylfur, búnaður fyrir sjálfsvarnaríþróttir ofl. áhöld sem geta valdið skaða
 • Eftirlíkingar af ofantöldum hlutum

Sjá nánari upplýsingar í skilmálum

Rafbúnaður

 • Smátæki með lithium rafhlöðum s.s. farsímar,tölvur, rafsígarettur ofl skulu höfð í handfarangri. Fjarlægja skal rafhlöður úr rafsígarettum.
 • Rafmagnshlaupahjól eru ekki leyfð um borð þar sem rafhlöðurnar geta skapa íkveikjuhættu.

Nánari upplýsingar um rafbúnað með lithíum rafhlöðum má nálgast á vef IATA.