Fara í efni
Til baka

Gjögur
Vestfirðir

Staðsetning

Það má segja að Gjögur í Árneshreppi, við Húnaflóa sé gáttin fyrir nyrstu odda Vestfjarða. Í sveitarfélaginu búa um 50 manns árið um kring, sem gerir það að fámennasta sveitarfélagi landsins. Nokkuð er þó um að fólk hafi þar sumardvöl og hefur ferðamönnum fjölgað með hverju ári. Gjögur er á harðbýlu landsvæði sem getur verið krefjandi yfirferðar, sérstaklega á veturna þegar snjóþyngsli loka vegum að svæðinu.

Saga

Gjögur var á síðustu öld fræg fyrir hákarlaveiði. Þar var veiðistöð og bjuggu þar margir í verbúðum yfir vertíðina. Það var ekki óalgengt að allt að 15 skip færu til hákarlaveiða samtímis frá Gjögri. Við Gjögur er bæði bryggja og flugvöllur. Þar er einnig sjálfvirk verðurathugunarstöð frá árinu 1994.

Afþreying

Frá Gjögri er hægt að fara í skoðunarferðir á nyrstu jökla Íslands, sjá villt fuglalíf, fara í siglingu meðfram ströndinni og að friðlandinu á Hornströndum. Dreifbýlið í sveitarfélaginu er mikið og því auðvelt að upplifa þar kyrrð og ró.

Flug

Norlandair sinnir áætlunarflugi á milli Reykjavíkur og Gjögurs 2 sinnum í viku. Nánari upplýsingar má finna í flugáætlun.

 

Áætlun Reykjavík - Gjögur - Reykjavík

 

Gildistími september 2024 - apríl 2025

Mán, fös

 

Brottför

Lending

FNA 574

RKV-GJR

12:30

13:05

FNA 575

GJR-RKV

13:30

14:05