Skilmálar

 

SKILMÁLAR

 

INNANLANDSFLUG:

Fargjaldareglur

Miði fæst ekki endurgreiddur ef farþegi mætir ekki í bókað flug, á það alltaf við og er

óháð því hvaða fargjald var bókað.

 

-Farangur 20 kg innritaður farangur fylgir, hámark 158 cm að umfangi ( lengd + breidd + hæð) auk lágmarks handfarangurs, s.s. lítil handtaska, tölvutaska eða myndavél, að hámarki 4 kg.

-Breytingar Ekkert breytingargjald fyrir fyrstu breytingu, gildir þar til 24 klst. fyrir brottför. Aðrar breytingar 2.000 kr. + fargjaldamunur ef við á.  

-Afbókanir Ekkert afbókunargjald nema ef innan við 24 klst i brottför þá 4.000 kr.

 

Barnagjöld

Börn 2-11 ára 50% afsláttur af því fullorðinsgjaldi sem í boði er á tiltekið flug.

Ungbörn (0-24 mánaða) 90% afsláttur af því fullorðinsgjaldi sem í boði er á tiltekið flug.

Sömu fargjaldareglur gilda fyrir barna/ungbarnafargjöld og fyrir fullorðna en þegar ferðast er með ungbarn er leyfilegt að ferðas með annað hvort kerru eða bílstól til viðbótar við 20 kg. tösku sem innifalin er í miðanum, má þó að hámarki vera 20 kg. Alla viðbótarþjónustu þarf að bóka með amk. dags fyrirvara á skrifstofu Norlandair í síma 414-6960

 

GRÆNLANDSFLUG:

-Breytingar  Frítt fyrsta sólarhring (24 klst) eftir bókun, eftir það 10.000 kr.

-Afbókanir   Frítt fyrsta sólarhring (24 klst) eftir bókun

                     Þar til viku í brottför 25% afbókunargjald

                     Ein vika í brottför engin endurgreiðsla

 

 

 

FERÐA OG SAMNINGSSKILMÁLAR VEGNA FARÞEGAFLUTNINGA

Ferða- og samningsskilmálar Norlandair vegna farþegaflutninga

 

VARÐAR RAFRÆNA FARSEÐLA SEM NORLANDAIR GEFUR ÚT

ATHUGIÐ: Ef ferð farþega er heitið til annars lands kunna að gilda ákvæði Varsjársamnings, en sá samningur kveður á um og takmarkar að jafnaði ábyrgð flugfélags á dauða eða meiðslum, ásamt tapi farangurs eða skemmdum. Ef um innanlandsflutning er að ræða gilda ákvæði loftferðalaga um ábyrgðartakmörkun.
Sjá nánar: Tilkynning um takmörkun ábyrgðar.

SAMNINGSSKILMÁLAR
1. Í samningi þessum merkir orðið Varsjársamningurinn alþjóðasamning um samræmingu nokkurra reglna um loftflutning milli landa, er undirritaður var í Varsjá 12. október 1929, eins og honum var breytt í Haag 28. september 1955, sbr. lög nr. 41/1949, með síðari breytingum. Með loftferðalögum er átt við lög um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum.

  1. Flutningur samkvæmt rafrænum farseðlum útgefnum af Norlandair er háður reglum þeim og takmörkunum á ábyrgð, sem ákveðnar eru í Varsjársamningnum, nema ekki sé um milliríkjaflutning að ræða samkvæmt þeim samningi. Þegar um flutning innanlands er að ræða er flutningur háður reglum þeim og takmörkunum á ábyrgð, sem ákveðnar eru í loftferðalögum.
  2. Að svo miklu leyti sem það brýtur ekki í bága við það, er að framan getur, gilda um flutning og aðra þjónustu flugfélags: (I) gildandi gjaldskrár, (II) flutningsskilmálar þessir, (III) farangursmiði og brottfararspjald.
  3. Sérhver undantekning eða takmörkun bótaskyldu flugfélags skal gilda um og ná til umboðsmanna, starfsmanna og fulltrúa flugfélagsins, svo og til eigenda flugfara, er til flutnings eru notuð, umboðsmanna þeirra, starfsmanna og fulltrúa.
  4. Innritaður farangur afhendist handhafa farangursmiða. Verði tjón á farangri ber að tilkynna flugfélaginu það skriflega jafnskjótt og það kemur í ljós eða í síðasta lagi sjö dögum eftir móttöku, en verði töf á afhendingu ber að senda kvörtun innan 21 dags frá afhendingu farangurs til flutnings.
  5. Rafrænn farseðill gefinn út af Norlandair gildir í eitt ár frá útgáfudegi, nema annað sé tekið fram í skilmálum fargjalds,flutningsskilmálum eða ámóta reglum. Fargjald samkvæmt rafrænum farseðli gefnum út af Norlandair er háð breytingum, er verða kunna áður en flutningur er hafinn. Getur flugfélag neitað flutningi, ef gildandi fargjald hefur eigi verið greitt.
  6. Norlandair skuldbindur sig til að gera sitt ýtrasta til að flytja farþega og farangur samkvæmt áætlun. Flugfélaginu er heimilt að skipta um flytjanda eða flutningstæki án fyrirvara, ef nauðsyn krefur. Áætlunum má breyta án fyrirvara og sleppa viðkomustöðum, er í farseðli greinir, ef nauðsyn krefur. Áætlunum má breyta án fyrirvara. Flugfélagið ber ekki ábyrgð á að farþegi nái framhaldsflugferð nema flugleggir séu á sama miðanúmeri. Flugfélagið ber ekki ábyrgð á niðurfellingu flugs vegna óviðráðanlegra orsaka, sem meðal annars eru veðurskilyrði, hryðjuverk, stjórnaraðgerðir, stríð, náttúruhamfarir, eldsvoðar, verkföll og aðrar ástæður sem flugfélagið ræður ekki við. Flugfélagið ber ekki ábyrgð á kostnaði sem farþegi verður fyrir ef flug fellur niður af ástæðum sem ekki eru á ábyrgð félagsins, undir það fellur hótel-, fæðis- og ferðakostnaður og annar kostnaður sem farþegi kann að verða fyrir.
  7. Farþega ber að fullnægja ákvæðum laga og reglugerða um ferðalög, leggja fram brottfararskjöl og komuskjöl og önnur nauðsynleg skilríki og mæta í flughöfn á þeim tíma, er flugfélag tilgreinir, eða ef enginn tími er greindur, svo snemma að ráðrúm sé til að ljúka undirbúningi brottfarar.
  8. Engum umboðsmanni, starfsmanni né fulltrúa flugfélagsins er heimilt að breyta, lagfæra eða fella úr gildi nokkur ákvæði þessara flutningsskilmála.
  9. Sé flug selt af flugfélaginu í umboðssölu, fyrir hönd annars flugfélags, og það flug er flogið af síðarnefnda flugfélaginu, þá ber það flugfélag ábyrgð á öllu því sem tengist fluginu ef við á skv. skilmálum sínum og gildandi lögum, reglum og alþjóðasamningum á hverjum tíma, svo sem vegna tjóns, svo sem á líkama eða farangri, miska og tafa eða aflýsingar á fluginu.
  10. Hegðun um borð í flugvél: Ef flugfélagið lítur svo á að hegðun farþega kunni að valda fólki eða eignum um borð skaða, hann hindri áhöfn við skyldustörf, fari ekki eftir fyrirmælum fulltrúa eða starfsmanna félagsins til dæmis í sambandi við reykingar, áfengi eða neyslu lyfja, eða hegðun hans valdi á einhvern hátt öðrum farþegum eða starfsmönnum óþægindum, þá er flugfélaginu heimilt að gera þær ráðstafanir sem það telur nauðsynlegt til að koma í veg fyrir áframhaldandi truflun. Það getur meðal annars falið í sér notkun fjötra.

Farþega getur þá verið neitað um borð í áframhaldandi flug og kann að vera sóttur til saka fyrir brot sem framin voru um borð í flugvélinni. Norlandair áskilur sér rétt til að synja hverjum þeim um flutning, sem aflað hefur sér farseðils í trássi við gildandi lög eða gjaldskrár flugfélags, reglur eða reglugerðir og á það líka við um farmiða sem aflað er með stolnum greiðslu- og eða stolnum inneignarkortum og svo framvegis

  1. EU 261/2004 bótakröfur
  • 12.1 Þetta ákvæði á við bótakröfur samkvæmt ESB-reglugerð 261/2004 og íslenskri reglugerð nr. 1048/2012.
  • 12.2 Farþegar verða að leggja fram kröfur beint til Norlandair og gefa Norlandair 30 daga til að svara kröfunum beint áður en þriðju aðilar eru fengnir til að leggja fram kröfur fyrir þeirra hönd. Þetta á ekki við um farþega sem hafa ekki burði til að leggja fram kröfur í eigin persónu, svo sem börn.
  • 12.3 Norlandair mun ekki vinna úr kröfum sem lagðar eru fram af þriðja aðila fyrir hönd farþega ef viðkomandi farþegi hefur ekki lagt kröfuna fram sjálfur beint til Norlandair og gefið Norlandair 30 daga til að svara.
  • 12.4 Farþega er heimilt að leggja fram kröfu til Norlandair fyrir hönd annarra farþega í sömu bókun svo fremi sem hann hafi samþykki annarra farþega í bókuninni fyrir því að leggja fram kröfu fyrir þeirra hönd.
  • 12.5 Með þessu ákvæði er farþegum ekki meinað að leita lögfræðilegra eða annarra ráðlegginga frá þriðju aðilum áður en lögð er fram krafa samkvæmt ákvæði þessu.
  • 12.6 Allar greiðslur og endurgreiðslur verðar gerðar inn á greiðslukortið sem notað var til að bóka með eða á bankareikning farþega í bókuninni.

Farangur

Af öryggisástæðum eru takmarkað hvað má taka með bæði sem innritaðan farangur sem og í handfarangur. sjá nánar um HÉR. Gættu þess að farangur sé í samræmi við reglur og ef þú ert í vafa þá ráðfærðu þig við starfsfólk flugfélagsins.

TILKYNNING UM TAKMÖRKUN ÁBYRGÐAR Á FARANGRI
Ekki má setja eftirfarandi hluti í innritaðan farangur: Skartgripi, verðmæta málma, tölvur, rafmagnstæki, framseljanleg bréf eða önnur verðmæti, viðskiptaskjöl, vegabréf, eða önnur persónutengd skjöl, viðskiptaleg sýnishorn, blautan fatnað og aðra blauta hluti sem geta skemmt út frá sér annað innihald farangurs. Ábyrgð vegna taps, tafa eða skemmda á farangri takmarkast við 1150 SDR. Norlandair ber ekki ábyrgð á missi, skemmdum eða seinkun á afhendingu brothættra eða viðkvæmra hluta (s.s. gler, postulín, myndum o.s.frv.), peningum, skartgripum, silfurmunum, forngripum, og svipaðra verðmætra hluta, framseljanlegum bréfum, heimildarskírteinum eða öðrum verðmætum viðskiptaskjölum, vegabréfum og öðrum persónuskilríkjum eða sýnishornum (s.s. vegna vörukynninga), matvælum í farangri né skemmdum sem mætvæli í farangri kunna að valda, hverskonar skemmdum á innihaldi sem fljótandi vökvi í farangri kann að valda, rafmagnstækjum hvers konar (s.s. tölvur, útvörp, myndavélar o.s.frv.), hvers konar hlutum sem eru ekki vel innpakkaðir (s.s. snjóbretti, skíði, hjól, kerrur, vagnar,barnabílstólar o.s.frv.) eða lyfjum sem eru hluti af farangri farþega, hvort sem er með eða án vitneskju flugfélagsins. Hvers konar hlutum sem eru festir utan á farangur og hafa skemmst eða tapast. Tjón sem tengist, tapi, töfum eða skemmdum á farangri er ekki á ábyrgð félagsins, (s.s. vegna viðskiptafunda, o.s.frv.). Hlutir sem farþegi er með sem handfarangur eru á hans ábyrgð.

Eftirtalda hluti má flytja kostnaðarlaust til viðbótar við innritaðan farangur:
- Veski eða handtaska sem er í samræmi við venjulegan ferðaklæðnað og er ekki notuð undir hluti sem munu annars flokkast undir farangur.
- Yfirhöfn, sjal, slá eða teppi.
- Regnhlíf eða göngustafur.
- Lítil myndavél eða sjónauki.
- Sanngjarnt magn af lesefni fyrir flugferðina.
- Ungbarnamatur til neyslu í vélinni og burðarstóll.
- Hjólastól sem er hægt að leggja alveg saman (sem þarf í flestum tilvikum að hafa í farangursrými), hækjur eða spelkur eða önnur hjálpartæki sem farþegi þarf að nota, svo framarlega sem farþegi er háður þeim.

Öryggiseftirlit
Öryggiseftirlit er á flestum flugvöllum. Við slíkt eftirlit geta staðaryfirvöld lagt hald á hluti sem óheimilir eru í flugi t.d. vasahnífa og aðra hluti sem taldir eru hættulegir. Til að forðast hugsanleg óþægindi mælum við með að slíkum hlutum sé pakkað með skráðum farangri.

Farangursleiðbeiningar
Í farangri mega ekki vera hlutir
- sem eru líklegir til að verða fyrir hnjaski í flugvél,
- sem gengið er frá á ófullnægjandi hátt og
- sem bannað er að flytja samkvæmt lögum eða reglugerðum sérhvers ríkis sem flogið er til, frá eða yfir.

Af öryggisástæðum má ekki flytja eftirtalda hluti í lestar- og handfarangri, athugið að ekki er um tæmandi lista að ræða:
- Lofttegundir á þrýstikútum (eldfimar, ekki eldfimar eða eitraðar).
- Ætandi efni (t.d. sýrur, basa og blautar rafhlöður).
- Sprengiefni, skotvopn, hergögn, flugelda og blys.
- Eldfima vökva eða föst efni (t.d. kveikjara og upphitunareldsneyti, eldspýtur og aðra hluti sem auðveldlega kviknar í).
- Úðaefni sem innihalda lakk, leysiefni og hreinsiefni.
- Tærandi efni (t.d. bleikiefni og peroxíð).
- Eiturefni.
- Geislavirk efni.
- Kvikasilfur og segulmagnað efni.
- Rafmagnsbúnaður með lithíum rafhlöðum. Getur skapað íkveikjuhættu og er því farið fram á að smábúnaður með lithíum rafhlöðum s.s. rafsígarettur, farsímar, leikjatölvur o.s.frv. sem og vararafhlöður séu í handfarangri.
- Svifbretti (hoverboards, balance wheels, scooters) sem ganga fyrir litíum rafhlöðum
- Aðra hluti sem geta stefnt öryggi flugvélarinnar, persónum eða eignum í hættu. Lyfjum og snyrtiáhöldum í litlu magni (t.d. hárspreyi og ilmvötnum) sem eru nauðsynleg fyrir ferðina er ráðlegt að pakka með handfarangri.


Mundu að læsa ferðatöskum til að koma í veg fyrir að þær opnist.
Vinsamlegast merktu allan farangur með nafni og heimilisfangi svo auðveldara sé að þekkja hann aftur. Merkispjöld fást í flugstöðvum.

Tilkynning um takmörkun ábyrgðar

Millilandaflug
Hér með tilkynnist farþegum, sem eru á leið til áfangastaðar í öðru landi en upprunalandinu, að um ferðina kunna að gilda ákvæði Varsjársamningsins, meðal annars hvað varðar ábyrgðartakmörkun vegna dauða, líkamstjóns eða tjóns á farangri. Venjulega er hægt að afla sér aukatryggingar með því að kaupa vátryggingu hjá tryggingarfélögum. Takmörkun á ábyrgð flugfélagsins samkvæmt Varsjársamningnum hefur ekki áhrif á slíka vátryggingu.

Innanlandsflug
1. Reglur um líkamstjón
Ef farþegi lætur lífið eða hlýtur líkamsmeiðsl eða heilsutjón af völdum slyss og flytjandi leiðir sönnur að því að sá sem fyrir tjóninu varð hafi sjálfur verið valdur eða samvaldur að því, má færa skaðabætur niður eða fella þær niður. Við sömu aðstæður skal flytjandi laus úr ábyrgð ef hann leiðir sönnur að því að hann sjálfur og starfsmenn hans hafi gert allar nauðsynlegar varúðarráðstafanir til þess að afstýra tjóni eða það hafi eigi verið á þeirra valdi. Þó er flugrekenda aðeins heimilt að bera síðari málsvörn fyrir sig ef höfuðstóll bótaskyldrar tjónsfjárhæðar fari fram úr jafnvirði 100.000 SDR í íslenskum krónum og er aðeins heimilt hvað varðar þann hluta sem fram úr áður greindum fjárhæðarmörkum fer.

Flugrekandi skal án tafar og ekki síðar en 15 dögum eftir að ljóst er hver hinn slasaði eða látni er inna af hendi fyrirframgreiðslu til að mæta bráðum fjárhagsþörfum og skal greiðslan taka mið af aðstæðum. Greiðsla þessi skal ekki vera lægri en sem nemur jafnvirði 15.000 SDR í íslenskum krónum vegna hvers farþega sé um dauðaslys að ræða. Það að inna fyrirframgreiðslu þessa af hendi jafngildir þó ekki viðurkenningu á ábyrgð og kemur til frádráttar við endanlegt uppgjör bóta vegna slyssins. Hún er einnig afturkræf ef flugrekandi sannar að farþegi hafi verið valdur eða samvaldur að slysinu eða að sá sem greiðsluna fékk hafi ekki átt lögvarið tilkall til hennar.

  1. Reglur um ábyrgðartakmörkun vegna farangurs
    Ábyrgð vegna taps, tafa eða skemmda á farangri takmarkast sem hér segir nema hærra verðgildi sé gefið upp fyrirfram og viðbótargjöld séu greidd: Ábyrgð flytjanda vegna þess að farangur glatast, eyðileggst, skemmist eða tefst skal takmörkuð við 1150 SDR vegna hvers farþega, nema farþegi hafi við innritun farangurs sérstaklega tilgreint þá hagsmuni sem tengdir eru við afhendingu farangurs á ákvörðunarstað og greitt umkrafið aukagjald, og gildir þá hið tilgreinda verðmæti sem hámark á ábyrgð flytjanda, nema hann sanni að raunverulegir hagsmunir farþega hafi verið minni.

Heimilt er að gefa upp umfram verðgildi á einstaka hlutum.

  1. Farangur
    Upp getur komið sú staða að skilja þurfi farangur eftir vegna þyndar og pláss takmarkana í flugvél. Þetta getur gilt um farangur sem þegar hefur verið greitt fyrir flutning
  2. Yfirbókun
    Yfirbókun getur orðið á flugi og svo kann að fara að ekki sé laust sæti í flugi þar sem búið er að staðfesta bókun. Þeim sem ekki fá far þegar svo er ástatt er áskilinn réttur til skaðabótagreiðslu.
  3. Barnshafandi konur
    Barnshafandi konur sem komnar eru á síðasta mánuð meðgöngunnar, geta einungis ferðast með flugfélaginu hafi þær lagt fram læknisvottorð, gefið út innan 72 klukkustunda frá brottför, þar sem staðfest er að þeim stafi engin hætta af fluginu.