Loftbrú

Loftbrú veitir 40% afslátt af heildar­fargjaldi til og frá Reykjavík fyrir þá sem eiga lögheimili utan höfuðborgarsvæðisins, hver einstaklingur getur fengið lægri fargjöld fyrir allt að þrjár ferðir til og frá Reykjavík á ári (sex flugleggir).

Almennar upplýsingar um Loftbrú má finna hér

 

 

Til að nýta Loftbrú

    • haka við Loftbrú í upphafi bókunarferils.
    • á næstu síðu kemur Loftbrúarverð fram neðst á síðu. 
    • fara á island.is, skrá inn með rafrænum skilríkjum og sækja kóða fyrir Loftbrú áður en nafn farþega er sett inn
    • þeir sem eru búsettir í Grímsey, Vopnafirði og Þórshöfn þurfa að bóka fyrst Akureyri-Reykjavík/Reykjavík-Akureyri hjá Icelandair með Loftbrúarkóða. Þegar búið er að ganga frá flugi hjá Icelandair er farið á bókunarsíðu Norlandair. Þá þarf að fara aftur inn á island.is og sækja kóða sem er sérstaklega ætlaður fyrir áframhaldandi flug. Sá kóði kemur ekki fram fyrr en búið er að bóka flug (AEY-RKV/RKV-AEY) með venjulegum loftbrúarkóða.  Áframhaldandi flug þarf að bóka innan 24 tíma frá bókun á fyrra flugi.