Farangur

Farangursheimild

Innifalið í öllum flugmiðum er ein 20 kg taska. Heildarumfang innritaðar tösku (lengd+breidd+hæð) má ekki vera meira en 158 cm, að meðtöldu handfangi og hjólum. Fyrir upplýsingar um aukafarangur vinsamlega hafið samband við Norlandair í síma 414-6960.

Handfarangur

Vélarnar okkar leyfa aðeins lágmarks handfarangur, 1 stk á hvern farþega t.d. tölvutaska, hliðartaska eða sambærilegt. Ekki er pláss fyrir stórar töskur eða bakpoka í handfarangri. Hámarks þyngd handfarangurs er 4 kg.

 

 

Af öryggisástæðum eru takmarkað hvað má taka með bæði sem innritaðan farangur sem og í handfarangur. Gættu þess að farangur sé í samræmi við reglur og ef þú ert í vafa þá ráðfærðu þig við starfsfólk flugfélagsins.

 

Eftirfarandi er óheimilt bæði í innrituðum farangri og handfarangri:

-Sprengiefni og eldfim efni s.s. gas, málning, áfengir drykkir með yfir 70% vínanda, gas, málning, eldspýtur, kveikjarar, flugeldar ofl.

-Íðefni og eiturefni s.s. sem sýrur, vökvafylltar rafhlöður, tærandi efni, bleikiefni, slökkvitæki, úðavopn (piparúði ofl), smitefni (blóð, bakteríur, veirur ofl).

 

Eftirfarandi er ekki leyft í handfarangri:

Til viðbótar við þann faranguri sem óheimill er bæði sem innritaður farangur og handfarangri eru eftirfarandi munir óheimilir í handfarangri:

-Byssur, skotvopn og önnur vopn*

-Oddhvassir hlutir s.s hnífar, skæri, skrúfjárn,tangir, skíðastafir, skautar og aðrir oddhvassir hlutir sem geta valdið skaða.

-Bitlaus áhöld s.s kylfur, búnaður fyrir sjálfsvarnaríþróttir ofl. áhöld sem geta valdið skaða.

-Eftirlíkingar af ofantöldum hlutum

 

* strangar reglur gilda um skotvopn í innrituðum farangr,i nánari upplýsingar í kaflanum Ferðast með Skotvopn hér fyrir neðan

 

Listarnir hér fyrir ofan um hættulegan varning sem ekki er heimilt að hafa í farangri eru ekki tæmandi og farþegar bera sjálfir ábyrgð á að kynna sér reglur eða hafa samband við okkur ef í vafa.

 

Ferðast með skotvopn í innrituðum farangri (með öllu óheimilt í handfarangri)

  • Skotvopn skal vera óhlaðið í harðri tösku og að hámarki 5 kg að þyngd.
  • Skotfæri skulu vera pökkuð í höggþéttar umbúðir úr tréi, áli eða trefjaplasti og frá

þeim gengið að ekki geti skapast hætta venga óhappa í flutningi.

 

Við innritun skal farþegi sem ferðast með skotvopn skila inn útfylltu eyðublaði. EYÐUBLAÐ

 

Skotvopn í millilandaflugi

Til viðbótar við þær reglur sem gilda um skotvopn í flugi almennt skal farþegi sem ferðast með skotvopn í millilandaflugi framvísa skotvopnaleyfi og útflutningsleyfi í innritun og við tollskoðun.

 

Ferðst með veiðibúnað frá Grænlandi

  • Veiðibúnaður sem fluttur er til landsins skal vera sótthreinsaður með viðurkenndum hætti. Ef þess gefst ekki kostur skal tilkynna tollgæslunni um búnaðinn við komuna til landsins, sér þá tollgæslan um að koma honum á sótthreinsunarstað á kostnað eiganda

Sjá nánar á vef MAST

 

Ferðst með hrátt kjöt/fisk frá Grænlandi

  • Við komu til landsins tekur tollgæslan kjöt/fisk í sína gæslu, allt umfram 3 kg þarf að tollafgreiða sérstaklega (í flestum tilfellum þarf ekki að tollafgreiða sérstaklega ef undir 3 kg en þarf að tilkynna)
  • Farþeginn þarf að sjá um tollafgreiðslu sjálfur
  • Framvísa þarf tollafgreiðsluheimild til að leysa út kjötið/fiskinn og þarf í flestum tilfellum að greiða af því toll.

Sjá nánar á vef MAST

 

Ferðast með rafbúnað

 

  • Smátæki með lithium rafhlöðum s.s. farsímar,tölvur, rafsígarettur ofl skulu höfð í handfarangri. Fjarlægja skal rafhlöður úr rafsígarettum.
  • Rafmagnshlaupahjól eru ekki leyfð um borð þar sem rafhlöðurnar geta skapa íkveikjuhættu.

 

Nánari upplýsingar um rafbúnað með lithíum rafhlöðum má nálgast á vef IATA