Fara í efni
Til baka

Bíldudalur
Vestfirðir

Staðsetning

Bíldudalur er bær í Arnarfirði. Áður fyrr tilheyrði hann Bíldudalshreppi en tilheyrir í dag Vesturbyggð. Í bænum sjálfum búa um 200 manns en í sveitarfélaginu öllu telja íbúar tæp 1200 manns.

Saga

Bíldudalur á sér langa og merkilega sögu og var um tíma í forystu verslunar á Íslandi. Eftir að einokunarverslunin var lögð af eignaðist Ólafur Thorlacius verslunina á Bíldudal og gerðist stórtækur kaupmaður. Hann rak meðal annars þilskipaútgerð, átti flutningsskip og flutti saltfisk til Spánar. Fiskveiðar og fiskvinnsla hafa einnig verið stór hluti af lífi Bílddælinga í gegnum árin. Við lok 19. aldar hóf Pétur J. Thorsteinsson mikinn atvinnurekstur í bænum með verslun og útgerð. Á þeim tíma fjölgaði íbúum Bíldudals töluvert og bærinn stækkaði ört. Þess má til gamans geta að hinn þjóðþekkti listmálari Muggur er sonur Péturs.

Afþreying

Þeir sem leggja leið sína á Bíldudal þurfa ekki að láta sér leiðast, því þar er ýmsa afþreyingu að finna. Í bænum má til að mynda finna nýlegt Skrímslasetur þar sem fræðast má um sjóskrímsli við stendur Íslands. Arnarfjörður er einmitt þekktur fyrir fjöldann allan af sjóskrímslum. Tónlistaráhugamenn mega ekki láta safn Jóns Kr. Ólafssonar söngvara fram hjá sér fara en þar má kynnast sögu íslenskrar dægurtónlistar. Á Bíldudal er einnig 9 holu golfvöllur og í Reykjafirði, rétt fyrir utan bæinn má finna sundlaug sem hægt er að heimsækja allan ársins hring. Yfir sumartímann er vinsælt meðal ferðalanga að keyra út fjörðinn í Selárdal þar sem Listsafn Samúels er að finna. Þar má sjá litríkar höggmyndir og safnbyggingu, ásamt kirkju sem Samúel sjálfur byggði.

Flug

Norlandair sinnir áætlunarflugi á milli Reykjavíkur og Bíldudals flesta daga vikunnar. Nánari upplýsingar má finna í flugáætlun(linkur).

Áætlun Reykjavík-Bíldudalur-Reykjavík

 

Gidistími febrúar - apríl 2024

Mán, fim

 

Brottför

Lending

FNA 570

RKV-BIU

10:00

10:35

FNA 571

BIU-RKV

11:00

11:35

FNA 572

RKV-BIU

16:00

16:35

FNA 573

BIU-RKV

17:00

17:35

 

þri, mið fös

 

Brottför

Lending

FNA 570

RKV-BIU

10:00

10:35

FNA 571

BIU-RKV

11:00

11:35

 

Sun

 

Brottför

Lending

FNA 570

RKV-BIU

14:00

14:30

FNA 571

BIU-RKV

15:00

15:30

 

Gildistími maí-júní 2024

Mán, fös

 

Brottför

Lending

FNA 570

RKV-BIU

10:00

10:35

FNA 571

BIU-RKV

11:00

11:35

FNA 572

RKV-BIU

16:00

16:35

FNA 573

BIU-RKV

17:00

17:35

 

þri, mið fim

 

Brottför

Lending

FNA 570

RKV-BIU

10:00

10:35

FNA 571

BIU-RKV

11:00

11:35

 

Sun

 

Brottför

Lending

FNA 570

RKV-BIU

12:45

13:20

FNA 571

BIU-RKV

13:50

14:25

 

Gildistími júlí - ágúst 2024

Mán, þið, fös, sun

 

Brottför

Lending

FNA 570

RKV-BIU

12:45

13:20

FNA 571

BIU-RKV

13:50

14:25

 

Mið

 

Brottför

Lending

FNA 570

RKV-BIU

10:00

10:35

FNA 571

BIU-RKV

11:00

11:35

 

Fim

 

Brottför

Lending

FNA 570

RKV-BIU

08:45

09:20

FNA 571

BIU-RKV

09:50

10:25